Í foreldraráði skólaárið 2019-2020 sitja:

María Jónsdóttir - majajons77@gmail.com

Þóra Margrét Þorgeirsdóttir - thmth80@gmail.com

Upplýsingar um starfshætti foreldraráðs í leikskólum.

 • Foreldraráð starfar eitt skólaár í senn frá 1. okt. til 31. ágúst ár hvert og fundar tvisvar sinnum á önn eða oftar ef þörf er á.
 • Uppgefið skal á vef leikskólans hverjir sitja í foreldraráðinu og starfsreglur þess.
 • Á fyrsta fundi skulu formaður og ritari vera skipaðir. Ráðið skal rita fundargerðir og sjá til þess að fundargerðir séu aðgengilegar á vef leikskólans. Starfandi formaður skal gera nýjum meðlimum ráðsins grein fyrir starfi þess. Til að tryggja samfellu í starfi ráðsins skal leitast við að í ráðinu séu foreldrar barna af mismunandi aldursstigum, þannig að a.m.k. einn fulltrúi haldi áfram næsta ár.
 • Á foreldrafundi í upphafi skólaárs óskar leikskólastjóri eftir nýjum fulltrúum í ráðið. Foreldraráð starfar með leikskólastjóra og er tengiliður við aðra foreldra. Ráðið skal leitast við að beita lýðræðislegum vinnubrögðum í samskiptum við foreldra, leikskólastjóra og bæjaryfirvöld.
 • Helstu verkefni foreldraráðs: Ráðið skal vera umsagnaraðili um skólanámskrá, starfsáætlun og skóladagatal. Fari leikskólastjóri fram að flutning á starfsdögum skal samþykki ráðsins liggja fyrir málið er lagt fyrir leikskólanefnd. Leikskólastjóri skal upplýsa foreldraráðið um öll meirihátta mál sem hafa áhrif á starfsemi leikskólans og gefa þannig kost á umfjöllun um þau. Komi upp tilvik sem foreldraráðið telur að þarfnist umræðu í öllumforeldrahópnum skal ráðið boða til fundar með foreldrum og leiða þar umræður á lýðræðislegan hátt. Foreldraráð fylgir eftir ákvörðunum fundarins.
 • Fulltrúar í foreldraráði skulu gæta þagmælsku um atriði sem þeim er trúað fyrir vegna setu sinnar í ráðinu og eðlilegt er að leynt fari.
 • Upplýsingar þessar leggja grunn að starfsháttum foreldraráða í leikskólum Garðabæjar og skulu skoðaðar reglulega. Ofangreindar upplýsingar byggja á lögum um leikskóla nr. 90. gr. 11.

Garðabæ 17. maí 2018

Halldóra Pétursdóttir verkefnisstjóri Fræðslusviði Garðabæjar.

11. gr. Foreldraráð.
Kjósa skal foreldraráð við leikskóla og skal leikskólastjóri hafa frumkvæði að kosningu í ráðið. Í foreldraráði sitja að lágmarki þrír foreldrar. Skal kosning til foreldraráðs fara fram í september á ári hverju og skal kosið til eins árs í senn. Foreldraráð setur sér starfsreglur. Leikskólastjóra ber að starfa með foreldraráði. Leikskólastjóri getur sótt um undanþágu til sveitarfélags um stofnun foreldraráðs ef gildar ástæður eru fyrir hendi, svo sem vegna fámennis í leikskóla.
Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og nefndar, sbr. 2. mgr. 4. gr., um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi.


Starfsáætlun foreldraráðs.

September

 • Aðalfundur foreldraráðs/foreldrafélags
 • Kosningar
 • Önnur mál

Janúar/febrúar

 • Skóladagatal næsta skólaárs

Maí/Júní

Farið yfir:

 • Umsögn um ársskýrslu
 • Skóladagatal
 • Starfsáætlun
 • Matsáætlun

Fundagerðir:

Aðalfundur foreldrafélags og foreldraráðs Holtakots 2019


© 2016 - 2021 Karellen