news

Baráttudagur gegn einelti

10. 11. 2020

8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti. Forsaga dagsins er sú að Verkefnisstjórn í aðgerðum gegn einelti ákvað á sínum tíma að standa að sérstökum degi gegn einelti 8. nóvember ár hvert og var dagurinn haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti árið 2011. Í ár lenti 8. nóvember á sunnudegi og því var blái dagurinn færður fram á mánudag 9. nóvember. Börn og starfsfólk á Holtakoti tók að sjálfsögðu þátt í þessum degi og var gaman að sjá hversu margir voru með bláan lit áberandi þennan dag.

© 2016 - 2021 Karellen