news

Gönguferð í góðu veðri

05. 03. 2021

Veðrið hefur aldeilis leikið við okkur síðustu daga með rjómablíðu og sannkölluðu vor-veðri. Í morgun, föstudag 5. mars, fóru litlu krílin á Seylu í smá gönguferð út fyrir leikskólalóðina sem vakti heldur betur mikla lukku hjá börnunum sem öll voru mjög spennt að fara út að leika.

Ferðinni var heitið á göngustíginn í kringum leikskólann okkar með viðkomu á leikvellinum fyrir aftan Holtakot. Þar gátu börnin rólað og leikið sér áður en haldið var áfram.

Rennibrautin var töluvert brött fyrir okkar fólk, en þau létu það nú ekki aftra sér við leikinn og létu sér nægja að setjast neðst í rennibrautina til að renna sér.


Rólurnar vekja alltaf lukku sama hvort það eru venjulegar rólur eða ungbarnarólurnar fyrir allra yngstu krílin.


Börnin urðu vör við kisu á leiðinni og þótti hún heldur betur spennandi og langaði helst til að fá að klappa henni, en kisa var nú ekki alveg á sama máli og var fljót að forða sér.

© 2016 - 2021 Karellen