news

Útivera og sullufjör

26. 07. 2021

Enn ein vikan liðin og áfram höldum við að bralla og hafa gaman. Það var ansi fámennt en góðmennt í húsi þessa vikuna og þá nýtum við tækifærið og gerum eitthvað skemmtilegt.

Mánudaginn 19. júlí fóru allir saman í gönguferð í fjöruna með skóflur og fötur til að moka og leika með í sandinum og sjónum við mikla gleði.

Börnin á yngri deildunum skelltu sér svo í gönguferð í Ásbrekkuna og kíktu á leikvöllinn þar í rigningunni. Þar hittu þau líka svona líka sætan og fínan ferfætling sem var voða vinalegur. Börnin eru orðin svo dugleg í gönguferðum enda búin að fara mikið í göngu í allan vetur.

Eldri börnin notuðu tækifærið og hjóluðu í leikskólagarðinum á meðan yngri börnin voru í göngu og nutu þess svo heldur betur að hafa allt þetta pláss útaf fyrir sig.

Á Seylu var sulluborðið svo dregið fram á fimmtudag og börnin fengu að sulla inni á baði með vatn og sulludót. Þetta var alveg heilmikið fjör, hvaða barn elskar ekki að fá að sulla í krananum?

© 2016 - 2021 Karellen