news

Vinastund í salnum

19. 03. 2021

Í morgun hittust börnin og starfsfólkið í sal leikskólans í vinastund í fyrsta skipti í mjög langan tíma. Það var afskaplega notaleg stemning sem skapaðist í salnum í morgun þar sem sungin voru nokkur vel valin lög, en í morgun var það Seyla sem sá um að stjórna stundinni, en lögin sem voru sungin í þetta skiptið voru Við erum vinir, Uglu lagið, Aparnir og krókódíllinn, Bullulagið, Gulur rauður grænn og blár, og Holtakotslagið okkar.

© 2016 - 2021 Karellen